Velkomin á heimasíðu HL-stöðvarinnar

 

HL-stöðin, Bjargi, Bugðusíðu 1, 603 Akureyri

Sími: 462-6888     netfang: hlstodin@hlstodin.net    

 

Fréttir8. maí - Sumarlokun

HL-stöðin á Akureyri hefur lokið starfsemi þennan veturinn. Við byrjum að nýju í haust 14. september.

Kæru þátttakendur, takk fyrir samstarfið í vetur og gleðilegt sumar. Við hvetjum ykkur til að halda áfram að hreyfa ykkur og njóta lífsins.

Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar


13. mars - Lokun

HL-stöðinni verður lokað vegna COVID-19 frá og með 16. mars um óákveðinn tíma.


11. mars - Fræðsla fyrir hjartasjúklinga fellur niður

Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra á SAk fellur niður frá og með 10. mars.


10. mars - Vegna COVID-19

Vegna COVID-19 þá vill HL-stöðin koma eftirfarandi á framfæri:

- HL-stöðin verður opin eins og venjulega á meðan hægt er. Ef aðstæður breytast verður sú ákvörðun endurskoðuð.

- Ef þú ert með einkenni sem líkjast flensu, þá ertu vinsamlega beðin/n um að vera heima á meðan einkenni eru til staðar.

- Við komu á HL-stöð biðjum við ykkur að sinna sóttvörnum samkvæmt fyrirmælum Embættis landlæknis en þær felast fyrst og fremst í handþvotti, handsprittun og notkun sótthreinsiúða.

- Að sjálfsögðu er það ykkar val hvort þið komið á HL-stöðina en við hvetjum alla til að stunda reglulega hreyfingu. Það er hægt að fara út að ganga, gera æfingar sem þið kunnið heima og taka þátt í leikfimi í útvarpi og sjónvarpi.

Einnig má benda á kennslumyndbönd, styrk- og teygjuæfingar á heimasíðu landlæknis: www.landlaeknir.is

 

20. janúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2020

Miðvikudagur 22. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 5. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóma - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 26. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 11. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Valgerður Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 25. mars kl. 11 Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 22. apríl kl. 11 Lyf og lyfjameðferð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 29. apríl kl. 11 Að lifa með hjartasjúkdóm- Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.

 

10. desember - Þjálfun fellur niður.

Vegna veðurs fellur þjálfun niður í HL-stöð þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember.  

Yfirsjúkraþjálfari.


10. desember - Jólafundur 2019.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 18.desember. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.15.

Dagskrá:
Jón Knutsen, slökkviliðsmaður - „Fyrsta hjálp“

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest. Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 6. janúar.


26. október - Gjaldtaka.

Á fundi stjórnar HL-stöðvar 24. oktober var tekin ákvörðun um að hækka tímagjald úr 900 í 1000 krónur frá og með 1. nóvember 2019.

Gjaldtaka í HL-stöð er eftirfarandi:

 • Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð I í sjúkraþjálfun.

 • Hluti þátttakenda á stigi III greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð II í sjúkraþjálfun.

Hægt er að finna gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun inn á sjukra.is.

Þeir sem falla ekki undir skilyrði sem SÍ setur fyrir þátttöku í HL-stöð gegnum sjúkratryggingarkerfið greiða 1000 kr. fyrir tímann og ef til kemur eru tveir fyrstu fjarverutímar í hverjum mánuði greiðsluskyldir. 

Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna.


4. september - Haust 2019.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 16. september.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. 
Hafa má samband við Kristveigu, yfirsjúkraþjálfara í s. 8623318.

ATH! Allir nýjir þátttakendur þurfa að koma með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni.


5. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2019.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Efni: Þórdís Úlfarsdóttir, sjúkraþjálfari flytur erindið „Slitgigt / liðhrörnun- hvað er til ráða?“

Kaffiveitingar verða í boði HL-stöðvar og velkomið er að taka með gest.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 14. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars. Við byrjum aftur eftir sumarfrí mánudaginn 16. september.


11.desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2018.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 19. desember.

Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.15.

Dagskrá:

 • Björg Ólafsdóttir, læknir: Um háan blóðþrýsting
 • Hálfdán Örnólfsson: Kosning fulltrúa á aðalfund HL-stöðvar

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar óskar ykkur gleðilegra jóla.


9. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2018 og síðasti þjálfunardagur.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

 • Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari: „Hreyfing er góð, alla ævi“
 • Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar: „Hugleiðing“

Að því loknu verður kaffi. Velkomið að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 15. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars.1. febrúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2018

Miðvikudagur 31. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 7. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóma - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 21. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 14. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Valgerður Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 21. mars kl. 11 Lyf og lyfjameðferð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 4. apríl kl. 11 Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.

 

14. desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2017.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 20.desember
Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.30.

Dagskrá:

 • Dr. Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent við HA: „Að læra að lifa með kransæðasjúkdóm – hvernig fræðslu vilja sjúklingar?“
 • Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju.

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar.


Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.

 

 

12. september - Haust 2017.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 18. sept.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. Hafa má samband við Kristveigu, yfirsjúkraþjálfara í s. 8623318. 

 Allir nýjir þátttakendur þurfa að koma með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni. 


Gjald fyrir þjálfun:

Frá og með 1 maí. 2017 breyttist gjaldtaka Í HL-stöð:

 • Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð I í sjúkraþjálfun.

 • Þátttakendur á stigi III greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð II í sjúkraþjálfun.

Hægt er að finna gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun inn á sjukra.is

Þeir sem falla ekki undir skilyrði sem SÍ setur fyrir þátttöku í HL-stöð gegnum sjúkratryggingarkerfið eru á óbreyttu gjaldi frá síðasta vetri eða 900 kr fyrir tímann og ef til kemur eru tveir fyrstu fjarverutímar í hverjum mánuði greiðsluskyldir. 


Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna.


Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.9. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2017 og síðasti þjálfunardagur.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 17. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

 • Jón Þór Sverrisson, læknir: „Áhættuþættir kransæðasjúkdóms og forvarnir“
 • Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar: „Nýtt samkomulag við SÍ“

Kaffiveitingar í boði HL. Velkomið að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 16. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars. Starfsemin hefst að nýju í haust mánudaginn 18. september.